Það er eðlilegt að aðstæður heima hafi áhrif á það hvernig þér líður í skólanum. Þú þarft ekki að fela það ef þér líður ekki vel og
það er aldrei of seint að biðja um hjálp.
Aðstæður heima geta haft áhrif á þig í skólanum.
Varstu vakandi fram eftir útaf mömmu þinni eða pabba? Kannski ertu þá þreytt/ur og átt erfitt með að halda einbeitingu í náminu.
Þú gætir lent í því að vera strítt og lögð/lagður í einelti eða jafnvel verið að leggja aðra krakka í einelti ef þú finnur fyrir reiði og vanlíðan.
Þú gætir átt erfitt með að sinna heimanáminu.
Þú getur fengið hjálp og stuðning – það þarf enginn að vita af því nema sá sem þú talar við.
Í flestum skólum er hægt að fara til ráðgjafa og tala um það sem er að gerast. Hann getur svo talað við kennarann þinn svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því.
Þú getur líka talað við uppáhalds kennarann þinn eða einhvern fullorðinn sem þú treystir og líður vel með.
Í flestum skólum er einnig trúnaðarstefna, sem þýðir að það sem þú segir við ráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðing má engin annar vita. Nema ef þú eða einhver annar er í hættu þá þyrfti að segja frá því.