Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Mörgum börnum finnst það erfitt og meira að segja eru margir fullorðnir sem vita ekki nákvæmlega af hverju það gerist.
Í heilanum eru sérstök efni sem hjálpa okkur að hugsa, muna og líða vel. Þau vinna saman eins og litlir sendiboðar sem flytja skilaboð á milli mismunandi hluta heilans. Stundum gerist það að þessi efni í heilanum fara í rugl, þá hættir heilinn að virka eins og hann á að gera. Þá getur manneskju liðið mjög illa. Þetta er svipað og þegar líkaminn verður veikur, nema veikindin eru í heilanum og hafa áhrif á hugann og tilfinningarnar.
Ef einhver hefur verið með mikið í huganum í langan tíma – eins og að upplifa sorg eða haft áhyggjur – getur það haft áhrif á heilsuna og hugann. Hugurinn getur þá orðið þreyttur, alveg eins og líkaminn þegar hann vinnur of mikið. Þetta getur gerst eftir erfiða hluti, eins og að verða fyrir einelti, ef maður er mikið einn eða einhver sem manni þykir vænt um deyr. Þá getur verið að fólk þurfi hjálp til að líða betur.
Stundum notar fólk áfengi eða önnur vímuefni til að reyna að gleyma því sem er erfitt eða líða betur. Þau geta látið manni líða öðruvísi í smá stund en gera oft hugann og líkamann veikan. Það getur verið erfitt fyrir fólk að hætta og þá getur það þurft sérstaka hjálp til að líða betur.
Hugurinn okkar er mjög flókinn og vinnur á marga mismunandi vegu. Hann stjórnar öllu sem við gerum – hvernig við hugsum, finnum til og munum eftir hlutum. Vísindafólk og læknar eru enn að læra meira um hvernig hugurinn virkar og af hverju hann veikist. Þeir eru líka alltaf að finna nýjar og betri leiðir til að hjálpa fólki að líða betur þegar hugurinn verður veikur.
Með tímanum og með því að spyrja, getur þú smám saman farið að skilja þetta betur. Það er engin ein rétt leið til að skilja – og þú mátt taka þinn tíma.