Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Góðu fréttirnar eru að það er margt sem þú getur gert, jafnvel þegar heilsan er ekki góð. Rannsóknir sýna að flest börn foreldra sem glíma við geðræn veikindi spjara sig vel til lengri tíma – sérstaklega ef þau fá upplýsingar, skilning og stuðning. Börn geta þróað með sér seiglu, umhyggju og dýpri skilning á sjálfum sér og öðrum þegar þau fá tækifæri til að takast á við áskoranir í umhyggjusömu og öruggu umhverfi, með stuðningi frá þeim sem skipta þau máli í lífi þeirra.
Á þessum síðum finnur þú hagnýt ráð um hvernig þú getur stutt við barnið þitt þegar þú glímir við veikindi – bæði á góðum og erfiðum dögum. Þú þarft ekki að gera allt í einu; hvert lítið skref getur skipt máli og ýtt undir styrkleika og seiglu barnsins þíns.