Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Þegar foreldri glímir við geðræn veikindi getur það haft áhrif á sambandið ykkar. Barnið gæti orðið kvíðið eða áhyggjufullt ef það upplifir að þú getir ekki verið tilfinningalega til staðar fyrir það eins og áður. Það gæti reynt að sýna þér stuðning og hollustu með því að axla ábyrgð sem því ber ekki, eða með því að spegla hegðun þína. Slík ábyrgðartilfinning er algeng og það getur verið erfitt fyrir barnið að vinna úr henni upp á eigin spýtur. Það getur haft áhrif á sjálfsmynd og tilfinningalíf barnsins, sérstaklega ef það fær ekki stuðning eða útskýringar frá umhverfi sínu.
Veikindi foreldris geta einnig haft áhrif á daglegt líf barnsins – eins og skólagöngu, tómstundir og félagslíf. Breyttar heimilisaðstæður geta valdið því að barnið hiki við að bjóða vinum heim eða einangri sig. Það gæti líka hætt að sinna áhugamálum sínum til að vera meira til staðar fyrir þig.
Börn bregðast mismunandi við veikindum foreldris en það eru nokkrar algengar tilfinningar og viðbrögð sem vert er að hafa í huga:
Þrátt fyrir áskoranir geta börn einnig þróað með sér ótal styrkleika þegar foreldri glímir við veikindi. Aðstæður sem reyna á fjölskylduna geta ýtt undir samkennd, næmni fyrir tilfinningum annarra og aukinn skilning á fjölbreytileika mannlegrar reynslu. Slíkar aðstæður geta líka styrkt færni barnsins í samskiptum og aukið hæfni þess til að bregðast við erfiðum aðstæðum – það getur lært að setja orð á það sem það upplifir, hlustað af virðingu og leitað leiða til að takast á við áskoranir á uppbyggilegan hátt.
Þegar allir leggja sitt af mörkum og styðja hvert annað í gegnum erfiða tíma getur það aukið samstöðu og styrkt tengslin milli fjölskyldumeðlima.
Margir foreldrar upplifa að samband þeirra við barnið styrkist þegar þau læra að tala saman um erfiða hluti og styðja hvort annað. Með stuðningi, skilningi og opnum samskiptum má þannig skapa rými fyrir jákvæða tengslamyndun, þroska og von – jafnvel þegar aðstæður eru krefjandi. Þannig er hægt að byggja upp traustan vettvang þar sem barnið getur unnið úr tilfinningum sínum á heilbrigðan hátt og þróað seiglu sem nýtist því út lífið.
Upplifun þeirra ræðst af mörgum þáttum – til dæmis hversu alvarleg veikindin eru, aldri barnsins, þroska og skapgerð, sem og því hvort barnið fær stuðning og skýringar frá umhverfi sínu. Veikindi foreldris leiða ekki alltaf til þess að barn upplifi vanlíðan en skortur á stuðningi og skilningi getur gert upplifunina bæði flóknari og þyngri. Veikindi þurfa ekki að valda skaða en þögn, leynd og skilningsleysi geta gert það.
Með því að ræða opinskátt við barnið, útskýra veikindin á viðeigandi hátt og sýna því að það sé elskað og öruggt – þrátt fyrir áskoranirnar – er hægt að styðja það í að vinna úr tilfinningum sínum á heilbrigðan hátt.