Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn taka eftir breytingum, jafnvel þegar þau eru mjög lítil, og reyna að skilja það sem gerist út frá sínum eigin forsendum. Þau velta hlutum fyrir sér, spyrja sig spurninga – og ef þau fá ekki svör, fylla þau oft í eyðurnar með eigin hugmyndum.
Upplýsingarnar á þessari síðu eru ætlaðar til að gefa þér sem foreldri innsýn í hvað barnið þitt gæti verið að hugsa eða upplifa á erfiðum tímum. Hvert og eitt barn bregst við á sinn hátt, en mörg börn í svipuðum aðstæðum glíma við sambærilegar spurningar og vangaveltur.
Markmiðið er ekki að vekja sektarkennd, heldur styðja þig í foreldrahlutverkinu og auðvelda þér að nálgast barnið með skilningi og hlýju. Þegar við setjum okkur í spor barnsins verður auðveldara að taka eftir merkjum um vanlíðan, bregðast við spurningum og veita þann stuðning sem barnið þarfnast.
Þau finna fyrir óöryggi, álagi, breyttum samskiptum og óvenjulegri hegðun og reyna að skilja samhengi hlutanna út frá því sem þau sjá og heyra. Ef þau fá ekki skýringar, búa þau sér til sínar eigin – sem geta valdið óþarfa kvíða, ótta eða misskilningi.
Hér fyrir neðan eru dæmi um algengar spurningar og hugsanir hjá börnum sem eiga foreldri með geðsjúkdóm. Börn spyrja ekki alltaf beint, en áhyggjur þeirra geta birst í hegðun þeirra og líðan.