Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Það getur hjálpað að læra meira um geðsjúkdóminn sem foreldri þitt er með, til dæmis hvaða einkenni fylgja honum og hvernig þau birtast - því þá getur þú betur skilið hvað er í gangi og hvaða leiðir hjálpa foreldri þínu að líða betur.
Einkenni eru merki um að eitthvað sé að gerast í líkamanum eða huganum, eins og breytingar á tilfinningum, hugsunum eða hegðun. Þau geta verið ólík eftir því hvaða sjúkdómur er til staðar. Þegar foreldri fær greiningu á geðsjúkdómi skoða læknar hvaða einkenni eru til staðar og hvernig foreldri þínu hefur liðið, til að átta sig á hvaða sjúkdóm það er með.
Margir sem eru með geðsjúkdóm ná bata eða fer að líða betur með tímanum, en bati lítur mismunandi út fyrir hvern og einn. Sumir finna aðeins fyrir veikindum í nokkrar vikur eða mánuði og ná svo aftur góðri líðan, stundum án þess að veikindin komi aftur. Aðrir eiga í erfiðleikum í langan tíma með geðheilsu sína, en upplifa líka tímabil í marga mánuði eða ár þar sem þeim líður vel. Svo eru sumir sem finna fyrir einkennum mestan hluta ævinnar en læra að takast á við þau og lifa innihaldsríku og góðu lífi. Á þennan hátt eru geðræn veikindi svipuð sumum líkamlegum veikindum – til dæmis sykursýki sem er ekki hægt að lækna en fólk getur lifað góðu lífi með sjúkdómnum með réttri meðferð.
Það eru margar leiðir sem geta hjálpað foreldri þínu að líða betur. Oft er það sambland af mörgu – hér eru nokkur dæmi:
Mikilvægt er að muna að það sem hjálpar einum þarf ekki endilega að hjálpa öðrum, oft þarf fólk að prófa sig áfram og finna hvað hentar því best.
Mundu að þó að veikindin geti verið erfið þá er alltaf til hjálp og leiðir til að líða betur. Það að foreldri þitt sé veikt þýðir ekki að lífið verði alltaf eins og það er núna. Foreldri þitt getur fengið stuðning, lært leiðir til að takast á við veikindin og átt góða daga og góð tímabil.
Það sem skiptir mestu máli er að þú vitir að þú berð ekki ábyrgð á veikindunum og það er ekki þitt hlutverk að hjálpa foreldri þínu að líða betur.
Þegar fólk er veikt getur það stundum átt erfitt með að þiggja hjálp – jafnvel þó það þurfi virkilega á henni að halda. Veikindin geta haft áhrif á hvernig manneskja hugsar og skynjar aðstæðurnar. Foreldri þitt gæti til dæmis verið hrætt, óöruggt, skammast sín eða jafnvel ekki séð sjálft að það sé veikt.
Það getur verið mjög erfitt fyrir þig að horfa upp á þetta og vilja hjálpa, en það er mikilvægt að muna að þú getur ekki neytt neinn til að fá hjálp. Það er ekki þitt hlutverk að „laga“ veikindin.
Það sem skiptir máli er að þú fáir þann stuðning sem þú þarft. Það getur verið að tala við vin, kennara, ráðgjafa eða einhvern annan fullorðinn sem þú treystir. Þú átt rétt á að fá útskýringar, stuðning og að einhver hlusti á þig – jafnvel þótt foreldri þitt geti ekki tekið við hjálp á þeim tíma.