Ungmenni 13-17 ára

Hverjir geta hjálpað mér?

Það er mikilvægt að þú vitir að þú þarft ekki að ganga í gegnum erfiðleika ein/einn/eitt

Ef foreldri þitt er veikt er eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar og vera með margar spurningar. Það getur hjálpað að tala við einhvern – þó að viðkomandi hafi ekki öll svörin. Stundum hjálpar bara að geta sagt hlutina upphátt og upplifa að á mann sé hlustað.

No items found.

Er einhver í kringum þig sem þér finnst gott að tala við?

Hugsaðu um hvort það sé einhver í kringum þig sem þú treystir. Það gæti verið kennari eða námsráðgjafi í skólanum, þjálfari, foreldri vinar, frænka eða frændi, amma eða afi – eða einfaldlega einhver sem þér finnst gott að tala við.

Stundum þarf maður að prófa sig áfram. Ef fyrsta manneskjan sem þú talar við hjálpar þér ekki nóg, þá er það ekki þér að kenna – heldur bara merki um að þú þurfir að finna einhvern annan. Það getur tekið tíma að finna réttu manneskjuna sem skilur þig og hlustar á þig á þann hátt sem þú þarft.

Ef þú vilt frekar tala við einhvern sem þú þekkir ekki, þá getur þú:

  • Hringt í 1717, hjálparsíma Rauða krossins eða notað netspjallið á 1717.is. Það er ókeypis, alltaf opið og bundið trúnaði.
  • Haft samband við Bergið í síma: 571-5580 eða á www.bergid.is en það er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Það er hægt að senda þeim skilaboð hvenær sem er og þau svara eins fljótt og þau geta. Það er ókeypis, bundið trúnaði og ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.
  • Haft samband við okkur hjá Okkar heimi í síma 556-6900, síminn er opinn virka daga milli kl. 9–16. Þú getur líka sent okkur skilaboð á Facebook, Instagram eða TikTok.

No items found.

Tengt efni